Lkka ver! Fullbinn veitingastaur Hverfisgt

  • #911
  • Reykjavk
  • 24,5m
  • 244
  • +/- 200m

Lsing

ATH. Lækkað verð - seljendalán mögulegt.

Til sölu - fullbúinn og glæsilega innréttaður veitingastaður á Hverfisgötu

Staðurinn er stórglæsilegur í alla staði og hýsir nú einn vinsælasta skyndibitastað landsins. Tvö eldhús eru á stðanum, þ.m.t. fullbúið vinnslueldhús.

Nánari lýsing:

Staðurinn er 244 m2 og hefur leyfi fyrir 60 manns. Leyfi í flokki 2 er til staðar og hægt að hafa opið til kl. 01:00.

Gengið er inn um dyr af nýuppgerðri Hverfisgötu í opið og bjart rými þar sem fallegur bar tekur við gestum ásamt björtum sal með blöndu af borðum og básum. Innar eru fleiri sæti en hægt er að draga tjöld fyrir hluta salar á rólegri dögum til að halda þéttari stemningu. Á bak við bar er framleiðslueldhús. Salerni fyrir gesti eru 4 talsins.

Inn af matsal er stórt vinnslueldhús ásamt rúmri og góðri starfsmannaaðstöðu, þ.m.t. geymslu og salernisaðstöðu fyrir starfsfólk.

Tæki og tól eru öll fyrsta flokks og fylgir allt með í kaupum. Húsnæðið er nýtt og sérstaklega hannað til að mæta ítrustu kröfum hvað varðar loftræstingu, birtu og hljóðvist.

Staðurinn selst með núverandi leigusamningi, öllum innanstokksmunum, tólum og tækjum en seljandi skoðar að halda hluta innréttinga gegn lækkuðu kaupverði.

Staðurinn getur afhenst í með skömmum fyrirvara.