Mathll Reykjavk - fjrmgnun boi

  • #909
  • Reykjavk

Lsing

MATHÖLL REYKJAVÍK - LAUS RÝMI - FJÁRMÖGNUN Í BOÐI 
 
Í júlí opnar Mathöll Reykjavík í algerlega endurnýjaðri Vesturgötu 2. Mathöllin mun hýsa 14 staði á tveimur hæðum á þessum frábæra stað í hjarta borgarinnar.  Húsið er 1800 fermetrar og aðstaðan fyrsta flokks. Mikill sjarmi mun vera yfir öllum rýmum og aðstaða gesta björt og falleg. Glæsilegar svalir af efri hæð, ásamt útisvæði til suðurs munu skapa fallega stemningu - ekki síst yfir sumartímann.
 
Við leitum nú að áhugasömum veitingaaðilum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilega og góða matarupplifun í hjarta gömlu og góðu Reykjavíkur. Við bjóðum góð kjör og fjármögnun fyrir þá sem þurfa og vilja.
 
Húsið er sögufrægt og vekur mikla athygli fyrir hönnun og sinn gula lit. Það var byggt árið 1863 og var oft nefnt borgarhlið vegna þess að norðan þess var bryggja og húsið því einskonar inngangur sjóferenda inn í Reykjavík.
 
Hafið samband við okkur á [email protected] eða hringið í 516-0000