sb besta sta Reykjavk

  • #902
  • Reykjavk
  • 24 mkr.
  • 824 s.
  • 70 mkr

Lsing

Vinsæl ísbúð í frábærum verslunarkjarna á besta stað í Reykjavík til sölu.

Ísbúðin hefur skapað sér sérstöðu með frábærri þjónustu og vöruúrvali. Hún er opin til kl. 11 á kvöldin og hefur jafna og góða veltu yfir daginn. Fyrir ofan ísbúðina er skemmtilega útbúinn salur - sem fylgir með í leigu - og skapar töluverðar aukatekjur með barnaafmælum og viðburðum.

Aðstaða:
Neðri hæð er sérstaklega rúmgóð, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Rými fyrir viðskiptavini er rúmlega 80 fm, með 30 sætum. Vinnuaðstaðan er 64 fm og ein sú besta sem þekkist, bæði hvað varðar rými og snyrtilegheit. Salerni fyrir viðskiptavini og starfsfólk eru sérstaklega snyrtileg.

Nóg er af sætum á neðri hæð og vinsælt er að fá sér bæði ís og kaffi. 

Næg bílastæði fyrir framan ísbúðina og rekstur í verslunarkjarna er bæði blómlegur og styður hver við annan. Frábært samkomulag er við eiganda hússins og 5 ára leigusamningur liggur fyrir. Góð geymsla er í kjallara.

Á efri hæð er rúmgóður og frábærlega innréttaður 80 fm salur sem vinsælt er að leigja fyrir barnaafmæli, viðburði og veislur. Salurinn er þegar bókaður vel fram í tímann og gefur töluverðar aukatekjur, auk þess að bæta við veltu ísbúðarinnar.

Rekstur:
Virkilega góður stígandi er í rekstri og jákvæð og góð EBIDTA hefur haldist undanfarin 2 ár, þrátt fyrir heimsfaraldur. Búast má við að 2022 verði enn betra.
 
Hafið samband fyrir nánari upplýsingar varðandi rekstur, teikningar o.s.frv.