Hln Guesthouse - gistiperla Skagafiri

  • #901
  • Norurland
  • Tilbo
  • 537 m2 (16 herbergi)
  • Eigi hsni

Lsing


Hlín Guesthouse -  Fasteign og rekstur 
 
Gistiheimilið er í fullum rekstri og sumarið 2022 var framar öllum vonum. 2023 stefnir í að verða enn eitt metárið.

Lýsing: 
Eignin er með 16 herbergjum til útleigu. Þar af eru 6 með sér baðherbergi og 10 með sameiginlegri aðstöðu.

Húsið hefur verið tekið í gegn - fyrst að utan fyrir um 15 árum og svo að innan fyrir rúmu ári.

Fasteignin er 537 fm og skiptist þannig:
Á neðri hæð er anddyri, 6 herbergi, matsalur fyrir 30 manns, lín geymsla og stórt eldhús sem er vel tækjum búið (2 bökunarofnar, iðnaðareldavél o.fl.). Þar er einnig búr og geymsla ásamt salerni.

Á efri hæð eru 10 herbergi, sameiginleg setustofa og lítið eldhús.

Plan er steypt og tveir heitir pottar hafa einstakt útsýni sveit og fjöll.

Rekstur:
Gistiheimilið er á gríðarlega góðum stað og hentar afar vel fyrir hópa, enda í nágrenni við vinsælt tjaldsvæði og mikla og landsþekkta afþreyingu. Í næsta nágrenni má t.d. finna rafting, kayakaleigu, hestaleigu, paintball og svo mætti lengi telja. Mjög vinsælt er að halda ættarmót á svæðinu. 
 
Í júní hófst beint millilandaflug milli Akureyrar og þriggja landa og sú flugumferð skilaði sér strax í aukningu - enda flogið 5-6 sinnum viku. 

Fasteignin selst tilbúin til yfirtöku ásamt rekstri, þ.m.t. bókunarkerfi, samningum við ferðaskrifstofur, heimasíðu og öllu öðru sem tilheyrir núverandi rekstri.

Verð fyrir fasteign og rekstur: 95m
Áhvílandi eru um 50m með góðu langtímaláni